Um mig

Ég heiti Ingibjörg Ásbjörnsdóttir og mig langar að bjóða þið hjartanlega velkomna/inn á heimasíðuna mína!

Alveg síðan ég man eftir mér hef ég alltaf elskað að halda veislur, og þá sérstaklega að undirbúa veislur, allt frá veitingum upp í skreytingar. Fyrir nokkrum árum féll ég svo algjörlega fyrir bakstri og kökuskreytingum og síðan þá hef ég bakað og skreytt ótal margar kökur fyrir hin ýmsu tilefni. Mig langar til að nýta þennan vettvang fyrir þetta litla áhugamál mitt og vonandi geta fleiri haft gaman af og jafnvel fengið hugmyndir og innblástur fyrir veislur og viðburði.

Til að segja örlítið frá sjálfri mér þá er ég 27 ára og bý í miðbæ Reykjavíkur ásamt Dodda, kærastanum mínum og Emmu Lóu, dóttur okkar. Ég er matvælafræðingur og starfa í lyfjageiranum en inn á milli vinnu og fjölskyldulífs eyði ég mestum tíma að baka eða elda enda veit ég fátt skemmtilegra en að dunda mér í eldhúsinu.