Tvær tegundir af partýsamlokum


Krakkasamlokan:

 • Fínt samlokubrauð
 • 1 pakki Cheddar ostur
 • 1 pakki 17% samlokuostur
 • 1 pakki brauðskinka
 • Lambhagasalat
 • Pítusósa

Aðferð:

 1. Skerið skorpuna af brauðsneiðunum.
 2. Takið tvær brauðsneiðar og smyrjið pítusósu á báðar brauðsneiðarnar.
 3. Raðið svo 1 Cheddarostsneið, 2 samlokuostneiðum, 2 skinkusneiðum og nokkur salatblöðum á aðra brauðsneiðina og lokið svo samlokunni.
 4. Skerið svo samlokuna í fjóra bita svona:

Fullorðinssamlokan:

 • Gróft samlokubrauð
 • Rifsberjasulta
 • Dala Brie ostur
 • Epli
 • Toskana hráskinka

Aðferð:

 1. Skerið skorpuna af brauðsneiðunum.
 2. Skerið epli og Brie ost í þunnar sneiðar.
 3. Takið tvær brauðsneiðar og smyrjið vel af rifsberjasultu á báðar brauðsneiðarnar.
 4. Raðið svo Brie osti, eplasneið og hráskinku og lokið samlokunni.
 5. Skerið svo samlokunar í fjóra bita eins og áður.

krakkasamloka
fullorðinssamloka


ingibjorg

Comments are closed