Taco Tuesday – Vegan Brokkolí Taco


Uppskrift:

 • 10 litlar taco tortillur
 • 1 brokkolíhaus
 • 1/2 dl ólífuolía
 • 1 tsk paprikukrydd
 • 1 tsk chilliflögur
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk pipar
 • 1/2 rauðkálshaus
 • 200 ml Oatly sýrður rjómi
 • Safi úr 2 límónum
 • Wasabi hnetur

Aðferð:

 1. Brokkolí. Skerið brokkolí niður í smærri bita. Veltið upp úr ólífuolíu, paprikukryddi, chilliflögum, salti og pipar og leggið í eldfastmót. Bakið í ofni við 180°C í um 30-40 mínútur eða þar til brokkolíið er farið að brúnast og orðið stökkt.
 2. Rauðkál. Skerið rauðkálið niður mjög þunnt. Steikið á pönnu uppúr smá ólífuolíu og salti.
 3. Limesósa. Pískið saman Oatly sýrðum rjóma og safa úr 2 límónum.
 4. Wasabi hnetur. Saxið Wasabi hnetur gróft.
 5. Samsetning. Hitið taco tortillur í smá stund á pönnu. Raðið rauðkáli og brokkolí í taco tortillurnar og toppið með lime sósu og nóg af Wasabi hnetum.

Comments are closed