Taco Tuesday – Heimagert ananas salsa & pulled pork


Ananas Salsa:

 • 180 g ferskur ananas
 • 200 g tómatar
 • 1/2 dl kóríander
 • Safi úr 1 límónu
 • 2 hvítlauksrif
 • 1/2 tsk salt

Aðferð:

 1. Skerið ananas og tómata í smáa teninga og setjið í skál.
 2. Saxið kóríander smátt og setjið í skálina.
 3. Kreystið safann úr límónunni í skálina og pressið tvö hvítlauksrif. Bætið saltinu einnig við.
 4. Blandið öllu vel saman.

Taco:

 • Litlar taco tortillur. Setjið smá olíu á pönnu og hitið undir þar til pannan verður mjög heit. Brúnið tortillurnar á heitri pönnunni. Tortillurnar verða mun bragðmeiri eftir þetta skref.
 • Pulled pork. Setjið pulled pork á tortillurnar. Ég notaði tilbúið pulled pork frá Ali, en hér má nota hvers kyns pulled pork.
 • Ananas salsa. Setjið næst vel af ananas salsa á tortillurnar.
 • Fetaostur og kóríander. Toppið svo með rifnum fetaosti og kóríander.
 • Njótið!
ingibjorg

No responses yet

Leave a Reply

Your email address will not be published.