Súkkulaði- og Pralínostakaka


Botn:

 • 260 g Oreokex
 • 80 g smjör

Ostakökufylling:

 • 600 g rjómaostur
 • 3 dl rjómi
 • 100 g flórsykur
 • 300 g suðusúkkulaði
 • 300 g Pralín súkkulaði með myntufyllingu

Toppur og hliðar:

 • 50 g súkkulaðispænir
 • 100 g suðusúkkulaði
 • 50 g rjómi (óþeyttur)
 • 1 dl rjómi (þeyttur)
 • 60 g Pralín súkkulaði með myntufyllingu

Botn:

(1) Skafið hvítu fyllinguna úr Oreokexkökunum og setjið eingöngu kexkökurnar í matvinnsluvél.
(2) Myljið Oreokexið í matvinnsluvélinni.
(3) Bræðið smjör í örbylgjuofni og hellið yfir kexmunlinginn og hrærið því saman í matvinnsluvélinni þar til allt er komið vel saman.
(4) Smyrjið kökuform og setjið bökunarpappír í botninn og upp hliðarnar.
(5) Hellið kex- og smjörmulningnum úr matvinnsluvélinni í kökuformið og pressið niður í botn formsins og myndið sléttan og jafnan kexbotn fyrir ostakökuna að sitja á.
(6) Setjið kökuformið inn í frysti á meðan þið útbúið ostakökufyllinguna.

Ostakökufylling:

(7) Setjið rjómaost í hrærivélaskál og þeytið þar til hann verður léttur og mjúkur.
(8) Þeytið flórsykrinum saman við rjómaostinn.
(9) Þeytið rjómann sér.
(10) Bræðið suðusúkkulaði við vægan hita yfir vatnsbaði. Leyfið súkkulaðinu að kólna örlítið fyrir næsta skref.
(11) Setjið hrærivélina í gang og hellið brædda súkkulaðinu út í hrærivélaskálina í lítilli bunu á meðan hrærivélin vinnur allt rólega saman.
(12) Blandið rjómanum varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju.
(13) Skerið niður Pralínsúkkulaði í frekar grófa bita og blandið varlega saman við ostakökufyllinguna.
(14) Takið kökuformið úr frysti og hellið ostakökufyllingunni yfir kexbotninn og sléttið úr.
(15) Setjið kökuformið nú inn í kæli og leyfið ostakökunni að stífna í um 4 klst.

Toppur og hliðar:

(16) Takið kökuna úr kökuforminu og færið yfir á kökudisk.
(17) Takið smá súkkulaðispæni í lófann og þrýstið upp að hlið kökunnar. Gerið þetta allan hringinn.
(18) Brjótið niður suðusúkkulaði og setjið í skál ásamt óþeytta rjómanum. Hitið í örbylgjuofni í stutta stund. Takið út og hrærið vel saman þar til súkkulaðið er alveg bráðið og komið saman við rjómann. Leyfið að kólna örlítið fyrir næsta skref.
(19) Takið ostakökuna úr kæli og hellið súkkulaðiganache-inu yfir ostakökuna og sléttið úr yfir topp kökunnar.
(20) Skreið niður Pralínsúkkulaði í grófa bita og toppið miðju kökunnar með því.
(21) Skreytið af vild með þeyttum rjóma.

ingibjorg

Comments are closed