Rice Krispies tölustafur


Uppskrift:

 • 150 g sýróp
 • 200 g hvítt súkkulaði/hvítt Candy Melts
 • 100 g smjör
 • 150 g Rice Krispies
 • 1/2 poki bleikt Candy Melts
 • Sprinkles kökuskraut

Aðferð:

 1. Setjið sýróp, hvítt súkkulaði og smjör í pott og hitið við miðlungs hita. Hrærið vel saman allan tímann þar til allt er bráðið og komið saman.
 2. Takið blönduna af heitri hellunni og bætið Rice Krispies út í. Gott er að gera það í nokkrum skrefum. Blandið öllu vel saman.
 3. Smyrjið ofnplötu eða mót/fat með smjöri og leggið bökunarpappír í botninn.
 4. Hellið Rice Krispies blöndunni úr pottinum í ofnplötuna/mótið og dreyfið úr.
 5. Þrýstið vel niður allri Rice Krispies blöndunni. Reynið að miða við að þykktin sé í kringum 1 cm. Ofnplatan/mótið er svo sett inn í kæli í um 2 klst.
 6. Þegar Rice Krispies kakan er orðin stíf og köld er hún tekin út úr kæli. Takið kökuna varlega upp úr ofnplötunni/mótinu.
 7. Nú má búa til hvers kyns skapalón, bókstaf, tölustaf eða hvað sem ykkur dettur í hug. Ég klippti tölustafinn 2 út og notaði sem skapalón til að skera eftir.
 8. Setjið skapalónið ofan á kældu Rice Krispies kökuna og skerið eftir því.
 9. Ég reyndi að nýta alla kökuna eins vel og ég gat og fékk samtals 14 stk.
 10. Setjið útskornar kökurnar aftur inn í kæli í smá stund og bræðið bleikt Candy Melts á meðan (eða hvaða lit sem þið viljið hafa).
 11. Dýfið neðri helming tölustafsins í brædda Candy Melts-ið og leggið á bökunarpappír og stráið smá sprinkles á blautt súkkulaðið.
 12. Setjið kökurnar inn í kæli og leyfið súkkulaðinu að stífna.
 13. Nú má bera kökurnar fram eða setja í frysti og taka þær svo út nokkrum klst áður en þær eru bornar fram.

ingibjorg

Comments are closed