Pizzasnúðar úr rúllutertubrauði

Pizzasnúðar sem eru svo einstaklega fljótlegir í gerð og svo bragðgóðir. Mjúkir að innan og krispy að utan!


Uppskrift:

 • 1 stk rúllutertubrauð
 • Pizzasósa
 • 250-300 g rifinn ostur
 • 15 Pepperoni sneiðar
 • 2 skinkusneiðar
 • Oregano krydd

Aðferð:

 1. Afþíðið rúllutertubrauð og rúllið því í sundur.
 2. Smyrjið vel af pizzasósu á útflatt rúllutertubrauðið og stráið svo rifnum osti yfir.
 3. Skerið pepperoni og skinku niður smátt og dreifið því yfir ostinn. Hér má nota hvaða hráefni sem ykkur finnst gott á pizzu.
 4. Rúllið brauðinu vandlega saman og skerið það niður langsum í ca. 1 cm snúða. Leggið hvern snúð á ofnplötu.
 5. Stráið örlítið af aukaosti yfir hvern snúð og toppið með smá Oregano kryddi.
 6. Bakið snúðana í um 15 mínútur við 180°C.


ingibjorg

Comments are closed