Ómótstæðileg pekankaka


Uppskrift:

Pekanhnetutoppur:

 • 150 g pekanhnetur
 • 125 g smjör
 • 100 g púðursykur
 • 3 msk sýróp
 • 1/2 tsk kanill
 • 1/4 tsk salt

Kökubotn:

 • 2 stór egg
 • 150 g sykur
 • 100 ml olía
 • 150 g grísk jógúrt
 • 60 ml mjólk
 • 200 g hveiti
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1,5 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/4 tsk salt

Aðferð:

 1. Setjið pekanhnetur, smjör, púðursykur, sýróp, kanil og salt á pönnu og hitið undir við meðalhita.
 2. Hitið og hrærið í þar til smjörið og sykurinn hefur bráðnað og allt er komið saman. Passið að hita ekki of lengi þannig að blandan fari að bakast.
 3. Takið af hitanum og færið allt innihald pönnunar yfir í vel smurt 20-24 cm kökuform. Dreyfið blöndunni vel og jafnt í botn formsins og setjið svo til hliðar.
 4. Setjið egg, sykur og vanilludropa í hrærivélaskál og þeytið vel þar til létt og ljóst.
 5. Bætið næst olíunni saman við og hrærið saman við.
 6. Bætið gríska jógúrtinu og mjólkinni saman við og hrærið þar til allt er komið vel saman.
 7. Sigtið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt út í hrærivélaskálina og hrærið þar til við fáum mjúkt og fallegt kökudeig.
 8. Hellið nú kökudeiginu yfir pekanhnetu toppinn í kökuforminu.
 9. Bakið kökuna í miðjum ofninum við 180°C í um 30-35 mínútur.
 10. Takið kökuna úr ofninum og leyfið henni að kólna í um 5 mínútur áður en þið veltið kökunni yfir á kökudisk.
 11. Eftir að þið hafið velt kökunni yfir á kökudisk gæti verið eitthver smá pekanhnetukaramella eftir í forminu. Skafið úr forminu og setjið á topp kökunnar.
 12. Njótið! Ég mæli með að bera kökuna fram heita með rjóma eða ís.

ingibjorg

Categories:

Comments are closed