Mini rækjutaco

Þessar mini tacos gerði ég fyrir útskriftarveisluna hans Dodda í byrjun árs og þær slógu vægast sagt í gegn. Þær eru ótrúlega bragðmiklar og góðar og svo skemmir ekki fyrir hvað þær eru fallegar á borði. Ég mæli eindregið með þeim á veisluborðið í sumar.


Fyrst þarf að útbúa hrásalat, mangó salsa og chili-lime sósu:


Heimagert hrásalat:

 • 200 g rauðkál (um 1/6 rauðkálshaus)
 • 200 g hvítkálshaus (um 1/6 hvítkálshaus)
 • 120 g sýrður rjómi
 • 120 g majónes
 • 1/2 bolli kóriander
 • Börkur og safi úr einni límónu
 • 1/2 tsk gróft salt
 • 1/4 tsk pipar

Aðferð:

 1. Skerið niður rauðkál og hvítkál í mjög þunnar sneiðar og setjið í skál.
 2. Pískið saman sýrðum rjóma, majónesi og safi og berki úr límónu.
 3. Bætið rauðkálinu, hvítkálinu, kóriandernum og kryddinu saman við majónesblönduna þar til allt er komið saman.
 4. Setjið hrásalatið til hliðar þar til tacoið er sett saman.


Einfalt mangó salsa:

 • 1 mangó
 • 1 lárpera
 • 1 msk kóriander
 • Safi úr einni límónu

Aðferð:

 1. Skerið niður mangó og lárperu í litla bita (eins gróft og þið viljið hafa) og setjið í skál.
 2. Saxið kóriander smátt niður og blandið honum saman við mangó- og lárperubitana.
 3. Kreistið safann úr límónunni yfir og blandið öllu saman.
 4. Mangó salsað er svo sett til hliðar þar til tacoið er sett saman.

Chili-lime sósa:

 • 100 g sýrður rjómi
 • Safi úr einni límónu
 • 2 tsk Hot Pepper sauce frá Santa Maria

Aðferð:

 1. Setjið öll hráefnin í skál og pískið saman þar til allt er komið saman.
 2. Ef þið viljið hafa sósuna sterkari má bæta meira af Hot Pepper sósunni út í.

Annað sem þarf:

 • 1 pakki stórar Mexíkóskar pönnukökur
 • 1 poki frostnar, hráar rækjur
 • 3 hvítlauksrif
 • 1 tsk chili duft
 • Kóriander og límónur til skrauts


Taco sett saman:

 1. Útbúið hrásalat, mangó salsa og chili-lime sósu (sjá hér að ofan).
 2. Steikið rækjurnar: Setjið afþíddar rækjurnar í skál og kryddið þær með 1 tsk af chili dufti. Setjið smá olíu og 2 msk af smjöri á pönnu og hitið undir (vægur hiti). Pressið hvítlauksrifin og steikið hvítlaukinn upp úr smjörinu þar til finnst góð hvítlaukslykt. Bætið þá rækjunum út á pönnuna og steikið þær upp úr hvítlaukssmjörinu þar til fulleldaðar.
 3. Skerið stórar Mexíkóskar pönnukökur í fjóra minni hringi. Ég notaði 10 cm hringskera, en það er einnig hægt að nota t.d. glas eða skál og skera meðfram þeim. Ég mæli svo með þvi að geyma afskurðinn og frysta og nýta t.d. í kjúkingalasagna seinna meir svo að ekkert fari til spillis.
 4. Raðið hráefninu á pönnukökurnar: Setjið hrásalat, mangó salsa, rækjur, chili-lime sósu á pönnukökunar og brjótið svo upp á pönnukökuna lokið með lítilli kremmu. Klemmurnar fást t.d. hér.
 5. Raðið taco-unum svo fallega á bakka og setjið kóreander og lime yfir og til hliðar.


ingibjorg

Comments are closed