Marengsbomba í skál


Uppskrift:

 • 4 eggjahvítur (við stofuhita)
 • 500 g púðursykur
 • 500 ml rjómi
 • 400 g vínber
 • 400 g jarðarber
 • 4 kókosbollur (150 g)
 • 400 g súkkulaðirúsínur

Aðferð:

 1. Forhitið ofninn á 130°C
 2. Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur.
 3. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og dreyfið úr marengsblöndunni á plötuna.
 4. Bakið marengsbotninn í 60 mínútur í miðjum ofni. Slökkvið svo á ofninum þegar tíminn er liðinn og leyfið botninum að kólna inni í ofninum á sama tíma og ofninn kólnar. Þetta kemur í veg fyrir að botninn fellur.
 5. Skerið jarðarber, bláber og kókosbollur í minni bita.
 6. Þeytið rjómann.
 7. Þegar marengsbotninn hefur kólnað brjótið hann þá niður í minni bita.
 8. Raðið í tiltölulega stóra skál marengsbitum, rjóma, kókosbollum, jarðarberjum, vínberjum, súkkulaðirúsínum.
 9. Toppið með súkkulaðirúsínum og berjum.

ingibjorg

Categories:

Comments are closed