Ljónakaka

Aðferð:

  1. Smjörkrem. Útbúið smjörkrem. Sjá smjörkrems uppskriftina mína hér. Ég útbjó eina og hálfa uppskrift af smjörkreminu. Notið um 1/3 af smjörkreminu á milli kökubotnanna (ólitað), litið um 1/3 af smjörkreminu gult og um 1/3 brúnt.
  2. Samsetning. Setjið kökuna saman. Staflið kökubotnum og kremi á milli. Hér má nota hvaða kökubotn og krem sem er og hvaða stærð af köku sem er. Ég staflaði þrem 17,5 cm (7″) súkkulaðibotnum og hafði ólitaða smjörkremið á milli.
  3. Crumb Coat. Þekjið kökuna með þunnu lagi af smjörkremi og sléttið vel úr því með spatúlu og spaða. Þetta er gert til að læsa niður allar kökumylsnur. Setjið kökuna svo inn í ísskáp og leyfið kreminu að stífna.
  4. Grunnurinn. Þekjið kökuna núna með þykkara lagi af gulu smjörkremi og sléttið vel úr með spatúlu og spaða. Þetta smjörkremslag verður húð ljónsins.
  5. Andlit skorið út. Skerið út augu, trýni, eyru og augabrúnir úr sykurmassa. Komið því svo fyrir á miðja kökuna og myndið andlit ljónsins. Geymið eyrun þar til eftir næsta skref.
  6. Makkinn. Setjið brúnt smjörkrem í sprautupoka með litlum opnum hringstút. Sprautið makkann allan hringinn í kringum andlitið og aðeins niður brún kökunnar.
  7. Eyrun. Stingið eyrunum í makkann.

Myndband:

ingibjorg

Categories:

Comments are closed