Lifandi blómaskreyting á köku

Lifandi blómaskreyting getur gefið köku einstakt útlit og má útfæra á mjög einfaldan hátt. Ég hef tamið mér nokkur atriði þegar kemur að því að setja lifandi blóm á köku og mig langar að deila þeim með ykkur hér.
Það sem þarf:
- Lifandi blóm að eigin vali
- Skæri/hnífur
- Litlir blóma-plasthólkar
- Lítil plastsprauta
- Vatn
Aðferð:
- Finnið stað fyrir blóma-plasthólka. Hér er gott að hafa í huga að stigna hólkunum ekki niður of nálægt brúninni því þá gæti myndast sprunga í hlið kökunnar og hólkarnir gætu stungist út í hliðunum. Þegar þið hafið ákveðið stað fyrir hólkana stingið þeim þá niður í kökuna og látið þá halla örlítið inn að miðju kökunnar (botn hólksins halli inn að miðju). Það er gert til að koma enn frekar í veg fyrir að þeir myndi sprungu í hliðarnar á kökunni. Passið líka að hafa hólkana ekki of nálægt hvor öðrum ef blómin eru ummálsmikil. Við þurfum að gefa blómunum sitt pláss.
- Blómunum komið fyrir. Næst eru blómin klippt niður í litla stilka og þeim komið fyrir í plasthólkunum. Passið að ofhlaða ekki hólkana, setjið frekar fleiri hólka. Ég miða alltaf við að hafa eitt blóm og nokkrar greinar í hverjum hólki svo að blómin liggi ekki kramin upp við hvert annað.
- Blómin vökvuð. Þegar þið eruð ánægð með uppstillinguna á blómunum bætið þá vatni í plasthólkana. Ég nota alltaf litla plastsprautu sem ég keypti í apóteki til þess að setja vatn í hólkana. Þá eru minni líkur á að vatn hellist yfir kökuna eða hólkarnir offyllist.
Myndband:




Comments are closed