Lakkrísostakaka með ástaraldinhjúp


Þessi guðdómlega ostakaka er ein af mínum allra uppáhalds uppskriftum. Lakkrís og ástaraldin eru brögð sem eru svo ótrúlega ólík en passa svo fullkomlega vel saman með crunchy kexbotninum. Ég mæli með að þú prófir!


Kexbotn:

 • 600 g Digestive hafrakex
 • 180 g smjör (brætt)

Aðferð:

 1. Hafrakex er sett í matvinnsluvél og mulið smátt.
 2. Bræddu smjörinu er svo bætt út í og unnið saman við kexmulninginn.
 3. Kexmulningurinn er settur í vel smurt kökuform (helst með færanlegum botni) og honum þjappað niður í botninn og upp hliðarnar. Kökuformið er svo sett inn í frysti á meðan ostakökufyllingin er útbúin.


Lakkrísostakökufylling:

 • 500 ml rjómi
 • 400 g rjómaostur
 • 200 g flórsykur
 • 2-3 msk fínt lakkrísduft (frá Johan Bulow, fæst t.d. í Epal)

Aðferð:

 1. Rjóminn er þeyttur og settur til hliðar.
 2. Rjómaosturinn er þeyttur sér í annarri skál.
 3. Flórsykrinum og lakkrísduftinu er svo þeytt saman við rjómaostinn.
 4. Rjómanum er blanað varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju.
 5. Kökuformið með kexbotninum er tekið út úr frystinum og ostakökufyllingunni er hellt yfir og slétt.
 6. Kökuformið er aftur sett inn í frysti.

Ástaraldinhjúpur:
8 stk ástaraldin
1 bolli vatn
1 bolli sykur
1 msk kartöflumjöl


Aðferð:

 1. Ástaraldin er skorið í tvennt og öllu náð innan úr skelinni og sett í pott, aldin og steinar.
 2. Sykur, vatn og kartöflumjöl eru sett í sama pott og öllu leyft að malla rólega saman við vægan hita. Hræra þarf í pottinum allan tímann.
 3. Kartöflumjölið er notað sem sterkja til að þykkja hjúpinn. Ef ykkur finnst hjúpurinn of þunnur má alltaf bæta út í smá meira kartöflumjöli. Eins má bæta út í meira vatni ef ykkur finnst hann of þykkur. Við viljum að áferðin sé nokkuð þykk, en samt þannig að við getum dreift vel úr honum ofan á kökunni.
 4. Þegar allt er komið saman og falleg áferð er komin á hjúpinn er potturinn tekinn af hitanum og hjúpnum leyft að kólna í smá stund.
 5. Köld ostakakan er tekin út úr frysti og hjúpnum er helt yfir og dreyft vel úr honum.
 6. Kakan er svo sett inn í ísskáp þar sem hjúpurinn fær að stífna örlítið.


Skreyting:

 • Lakkrís- og passion fruit kúlur (frá Johan Bulow, fást í Epal)
 • 1 stk ástaraldin
 • Brúðarslör

Skreytið að vild! Ég skar niður eitt ástaraldin og skreytti með því ásamt litlum greinum af brúðarslör og lakkrís- og passion fruit kúlum.ingibjorg

Comments are closed