Lagskiptur eftirréttur í glasi


Uppskrift:

 • 2 egg
 • 1 dl sykur
 • 100 g smjör
 • 150 g suðusúkkulaði
 • 3/4 dl hveiti
 • Ein askja hindber
 • 250 ml rjómi
 • 1 poki karamellukurl

Aðferð:

 1. Útbúið franskan súkkulaðibotn: Setjið egg og sykur í hrærivélaskál og þeytið vel þar til létt og ljóst. Setjið smjör og suðusúkkulaði í pott og bræðið saman við vægan hita. Bætið hveitinu saman við eggin og sykurinn og hrærið varlega saman. Setjið á lægstu styllinguna á hrærivélinni og hellið súkkulaðiblöndunni út í hrærivélaskálina í lítilli bunu á meðan hrærivélin hrærir öllu varlega saman. Smyrjið eitt lítið kökuform og hellið deiginu í. Bakið franska súkkulaðibotninn við 180°C í 25-30 mínútur. Takið út þegar fullbakaður og leyfið að kólna.
 2. Rjómi: Léttþeytið rjómann og setjið til hliðar.
 3. kökubotn: Þegar kökubotninn er orðinn kaldur skerið hann þá niður í litla teninga.
 4. Setjið eftirréttinn saman: Setjið nokkra kökuteninga í botninn á frekar háu glasi. Setjið næst tvær matskeiðar af rjóma, smá karamellukurl og 3-4 hindber. Endurtakið þessi skref 3x upp glasið og toppið efsta rjómalagið með karamellukurli.
eftirréttur
ingibjorg

Categories:

Comments are closed