Kaffi og þristakaramellu brownie bitar

Þessir brownie bitar með þristakaramellu og kaffismjörkremi er skotheldur kostur í veisluna og slá alltaf í gegn. Ég mæli sérstaklega með þeim ef þú ert með smáréttaveislu og vilt hafa smáa eftirrétti líka. Blanda af súkkulaði, karamellu, lakkrís og kaffi getur ekki klikkað!


Brownie botn:

 • 4 dl sykur
 • 8 stk egg
 • 400 g smjör
 • 400 g suðusúkkulaði
 • 2 dl hveiti

Aðferð:

 1. Sykur og egg eru sett í hrærivélaskál og þeytt vel saman þar til létt og ljóst.
 2. Smjör og suðusúkkulaði er sett í pott og brætt rólega saman við vægan hita.
 3. Hveitinu er blandað varlega saman við eggin og sykurinn.
 4. Súkkulaðiblöndunni er hellt út í hrærivélaskálina og öllu blandað varlega saman.
 5. Deiginu er hellt í smurða ofnskúffu og bakað í 30-35 mínútur við 170°C.

Þristakaramella:

 • 2 pokar Þristar
 • 2 msk mjólk

Aðferð:

 1. Þristar og mjólk eru sett í pott og brætt saman við vægan hita. Hræra þarf í pottinum allan tímann svo að karamellan brenni ekki við.


Kaffismjörkrem:

 • 500 g mjúkt smjör
 • 500 g flórsykur
 • 2 tsk vanilludropar
 • Tvöfalt expresso kaffiskot (kælt)

Aðferð:

 1. Hellt er uppá tvöfaldan expresso og sett til hliðar til að kólna. Einnig hægt að hella uppá sterkan instant kaffibolla.
 2. Mjúkt smjörið er þeytt þar til létt og ljóst.
 3. Flórsykrinum er bætt út í og honum þeytt saman við smjörið.
 4. Þegar kaffið hefur náð stofuhita er því bætt út í smjörkremið ásamt vanilliudropunum, í lítilli mjórri bunu og þeytt allan tímann á meðan og þar til kaffið er komið saman við smjörkremið.


Brownie bitar – samsetning:

 1. Litlir hringir eru skornir úr kökubotninum með hringskera (einnig hægt að skera ferhyrninga). Ég notaði 6 cm stóran hringskera, en hægt er að gera eins stórar kökur og maður kýs.
 2. Brownie hringjunum er raðað á kökudisk og ein góð matskeið af þristakaramellu er sett ofan á hverja og eina köku. Kökurnar eru svo settar inn í kæli þar til karamellan er alveg köld og stíf.
 3. Smjörkremið er sett í sprautupoka með stút númer 852 frá Ateco (eða svipuðum rósastút) og smjörkremsrós er sprautuð ofan á hverja og eina köku.

ingibjorg

Comments are closed