Fersk, sæt og sumarleg jarðarberjaterta


Svampbotn:

 • 4 stk egg
 • 1 dl sykur
 • 1 dl hveiti
 • 1 dl kartöflumjöl
 • 1 tsk lyftiduft

Aðferð:

 1. Egg og sykur er þeytt vel saman þar til létt og ljóst.
 2. (2) Hveiti, kartöflumjöl og lyftiduft er hrært varlega saman við eggjablönduna.
 3. (3) Þrjú 17,5 cm (7″) kökuform eru smurð vel með smjöri og deiginu er skipt jafnt í formin.
 4. (4) Botnarnir eru svo bakaðir við 175°C í 30-35 mínútur.

Fylling:

 • 400 g rjómi
 • 4 msk sykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 askja jarðarber (500 g)

Aðferð:

 1. Rjómi, sykur og vanilludropar er þeytt saman þar til rjóminn er orðinn loftkenndur.
 2. Jarðarber eru skorin niður í sneiðar.
 3. Svampbotnunum er staflað og rjómafylling og niðurskorin jarðarber eru sett á milli.
 4. Rjómafylling og jarðarberjasneiðar er líka sett ofan á kökuna ásamt nokkrum hálfum jarðarberjum (enn með laufblöðum á).

Myndband:

ingibjorg

Categories:

Comments are closed