Einföld og góð saltkaramella

Þessa einföldu og góðu saltkaramellu má nota í kökuna, yfir ísinn, blanda út í smjörkrem og í næstum hvaða eftirrétt sem er.

Guðdómleg saltkaramella úr aðeins 5 hráefnum

Uppskrift:
1 bolli sykur
6 msk vatn
3/4 bolli rjómi
1 tsk vanilludropar
2 tsk gróft salt

Aðferð:
(1) Sykur og kalt vatn er sett í stóran pott/pönnu.
(2) Kveikt er á hellinnu undir pottinum/pönnunni og styllt á vægan hita (stylling 5-6 á helluborði með styllingarmöguleikana 0-9)
(3) Nú þarf að leyfa sykrinum og vatninu að malla rólega í um 7-10 mínútur og alls ekki hræra í pottinum, ef hrært þá myndast harðir sykurkristallar sem við viljum ekki.
(5) Rjóminn er hitaður upp í örbylgju. Passa þarf að hita ekki of lengi svo að hann flæði ekki upp úr skálinni. Takið volgan rjómann úr örbylgjunni og bætið vanilludropum út í.
(4) Eftir um 7-10 mínútur byrjar sykurinn að brúnast og verður fallega karamellulitaður. Þegar sykurinn nær þeim lit er rjómanum og vanilludropunum bætt við í lítilli bunu og hrært saman við. Þegar rjómanum er bætt út í getur heit gufa gufað upp úr pottinum og þarf því að fara varlega. Hrærið rjómanum vel saman við og leyfið karamellunni að malla í smá stund.
(5) Saltinu er svo bætt út í undir lokinn og karamellan látin malla í um 1-2 mínútur og hrært í pottinum inn á milli.
(6) Núna er saltakramellan tilbúin en hún er sjóðandi heit og frekar þunn. Hellið saltakaramellunni í krukku og leyfið að standa á borði og kólna.

Categories:

No responses yet

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *