Bleikir Red Velvet kökupinnar


Red Velvet kökubotn:

 • 300 g smjör
 • 400 g sykur
 • 6 egg
 • 375 g hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 2 tsk vanilludropar
 • 300 ml súrmjólk
 • 1 dropi rauður matarlitur

Smjörkrem:

 • 50 g smjör
 • 50 g flórsykur
 • 1/2 tsk vanilludropar

Hjúpur og skraut:

 • 30 stk Cake pops pinnar
 • 680 g bleikt Candy melts (tveir pokar)
 • Sprinkles kökuskraut
 • Bleikur borði

(1) Bakið Red Velvet kökubotna: Þeytið smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið næst eggjum út í, einu í einu, og þeytið á milli. Bætið restinni af hráefnunum saman við smjörblönduna í hrærivélaskálinni og hræið þar til allt er komið saman. Smyrjið hverskyns kökuform og hellið deiginu í kökuformin. Hér skiptir ekki máli hvernig kökuform eru notuð því við munum seinna mylja kökubotnana niður. Bakið kökuna við 170°C í um 30 mínútur. Takið botnana út úr ofninum þegar þeir eru fullbakaðir og leyfið að kólna.
(2) Útbúið smjörkrem: Þeytið mjúkt smjör mjög vel þar til létt og ljóst. Bætið flórsykrinum saman við og þeytið vel. Bætið vanilludropunum saman við undir lokinn.
(3) Myljið Red Velvet kökubotnana niður smátt og setjið í skál. Bætið smjörkreminu út í kökumulninginn og blandið vel saman með höndunum.
(4) Myndið litlar kúlur: Vigtið 30 g í hverja kúlu og rúllið ‘deiginu’ á milli lófanna þar til þið fáið fallega og jafna kúlu. Gerið þetta við allt ‘deigið’. Ég endaði með 33 kúlur.
(5) Setjið kúlurnar inn í kæli og leyfið af stífna í um klst.
(6) Bræðið Candy Melts í örbylgjuofni. Takið út og hrærið í og leyfið að kólna örlítið.
(7) Takið kúlurnar úr kæli. Stingið endanum á einum Cake pop pinna í smá súkkulaði og stingið svo varlega í kúlu. Þá festist kúlan betur við pinnan. Gerið þetta við allar kúlurnar. Setjið svo aftur inn í kæli og leyfið súkkulaðinu að stífna.
(8) Takið pinnana út úr kæli og dýfið núna allri kúlunni í súkkulaði og hristið varlega og leyfið auka súkkulaði að renna af. Dreifið smá sprinkles yfir topp kúlunnar og setjið pinnan í glas. Gerið þetta við allar kúlurnar. Setjið svo inn í kæli og leyfið súkkulaðinu að stífna.
(9) Takið pinnana út úr kæli og bindið litlar slaufur með fallegum bleikum borða á hvern pinna.


Svona kökupinna má gera úr hverskyns kökubotni og hverskyns kremi. Hlutföllin af kökubotni og kremi er ca. 900 g kökubotn á móti 100 g smjörkrem. Svo má alltaf bæta við smá kökubotni ef kúlurnar eru of blautar og missa lögun eða bæta við smá kremi ef kúlurnar eru of þurrar og molna.


ingibjorg

Comments are closed