Aðventuostakrans

Nú fer að styttast í aðventuna og í tilefni af því útbjó ég þennan fallega og ljúffenga ostakrans. Ég notaði fjölbreytt hráefni svo að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mæli með að prófa!
Uppskrift:
- 30-40 stk döðlur
- 15-20 stk beikonsneiðar
- 1,5 askja Mozzarella perlur
- 1 askja Piccolotómatar
- 1 Óðals Búri
- 1 krukka grænar ólífur
- 1 spægipylsa óskorin
- 1 askja basilika
- Greni til skreytinga
Aðferð:
- Beikonvafðar döðlur. Skerið beikonsneið í tvennt og vefjið einni döðlu inn í hverja sneið. Útbúið um 30-40 stk. og leggið á bökunarplötu. Bakið í ofni í um 15 mínútur við 180°C eða þar til beikonið er orðið stökkt. Takið þær út þegar tilbúnar og leyfið þeim að kólna.
- Skurður. Skerið Óðals búra í teninga. Miðið við að teningarnir séu svipað stórir og Mozzarella perlurnar. Skerið spægipylsuna niður í þunnar sneiðar.
- Pinnar útbúnir. Raðið hráefninu á kokteilpinna. Hér þarf ekki að vera nein regla á, um að gera að hafa svolítið blandaða pinna. Miðið við að raða um 3-5 hráefnum á hvern pinna.
- Greni. Takið fram hringlóttan kökudisk/bakka og raðið grenigreinum í fallegan krans.
- Ostakrans. Raðið ostapinnunum yfir grenikransinn allan hringinn, nokkuð þétt og ekki vera hrædd við að stafla.
- Njótið!






No responses yet